Steinarr í maga úlfsins
Maturinn er fyrir magann
en maginn varð feitur og stór
vegna græðgi míns sjálfs

og ég gaf mér tíma
til að belgja mig út
mér til tjóns

og tíminn og fitan
runnu saman til hjartans
að flýta dauða mín sjálfs

og dauðinn gekk til mín
eins og grannvaxinn maður
á púmaskóm

sagði vinur ef þú villt lifa
skaltu fara í megrun
ella færðu þinn dauðadóm

en í grunlausri veröld
svaf hugsun mín
einsog næturblóm

og dauðinn kom aftur
gekk yfir mig allan
á hnífbeittum gaddaskóm

já - tíminn er einsog vatnið
og sé það ekki drukkið
verður það manni til tjóns.
 
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM