Eina ástin
Það voru geislandi augun
glaðlegt brosið
rauði hársterturinn
sem hún sveiflaði til og frá
og bústni rassinn
í rokkgallabuxunum
sem vöktu athygli mína
er ég hitti hana fyrst
í gagnfræðaskólanum

þá nýkominn að vestan
í of stórri úlpu
og hnéháum stígvélum

hvað hún sá við mig
skil ég ekki enn
því hún átti allra kosta völ

kannski var það
töframáttur dreifbýlingsins
og að ég stamaði
sem gerði það að verkum
að hún féll fyrir mér.  
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM