óskar bata óskar
Höfuðverkur, heljar pína,
hrjáði lengi mömmu mína.
Loksins hún til lækna gekk
lagðist þreytt á hvítan bekk,
leyfði þeim í sig að rýna.
Þeim reyndist ekki mikið maus
mæla allt í hennar haus.
Fannst þar einhver furðuhnútur,
-fölur, lítill bandvefskútur.
(Frekar það en skrúfa laus!)
Því svona stubbar standast ei
stóð af læknum og fróða mey.
Í burtu skal með skörpum hníf
-sem skaðlaus bætir múttu líf-
með skyndi þetta auma grey.
Nú vita máttu með þitt mein:
Móðir veikist aldrei ein.
Öll við stöndum þér hjá þétt,
þyrst að heyra góða frétt.
Þráum að hún komi ei sein!
hrjáði lengi mömmu mína.
Loksins hún til lækna gekk
lagðist þreytt á hvítan bekk,
leyfði þeim í sig að rýna.
Þeim reyndist ekki mikið maus
mæla allt í hennar haus.
Fannst þar einhver furðuhnútur,
-fölur, lítill bandvefskútur.
(Frekar það en skrúfa laus!)
Því svona stubbar standast ei
stóð af læknum og fróða mey.
Í burtu skal með skörpum hníf
-sem skaðlaus bætir múttu líf-
með skyndi þetta auma grey.
Nú vita máttu með þitt mein:
Móðir veikist aldrei ein.
Öll við stöndum þér hjá þétt,
þyrst að heyra góða frétt.
Þráum að hún komi ei sein!
(2004) allur réttur áskilinn borgarpítalanum