óskar bata óskar
Höfuðverkur, heljar pína,
hrjáði lengi mömmu mína.
Loksins hún til lækna gekk
lagðist þreytt á hvítan bekk,
leyfði þeim í sig að rýna.

Þeim reyndist ekki mikið maus
mæla allt í hennar haus.
Fannst þar einhver furðuhnútur,
-fölur, lítill bandvefskútur.
(Frekar það en skrúfa laus!)

Því svona stubbar standast ei
stóð af læknum og fróða mey.
Í burtu skal með skörpum hníf
-sem skaðlaus bætir múttu líf-
með skyndi þetta auma grey.

Nú vita máttu með þitt mein:
Móðir veikist aldrei ein.
Öll við stöndum þér hjá þétt,
þyrst að heyra góða frétt.
Þráum að hún komi ei sein!  
óskar halldórsson holm
1974 - ...
(2004) allur réttur áskilinn borgarpítalanum


Ljóð eftir óskar

6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900
Tár fellir
Í svefnherbergi sláturhússins
eldhnöttur
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta
þessi skrýtna ást
klandur
amma áttræð
skotinn í flugvél
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
Wasted Years
dómur
skýþróttir
hlutverk vísindamannsins
fræði strengja
ilmvatnsleifar
draumkennt svefnleysi
jól 2007
Eldsneytisfreyja
halldór logi
ilmvatnsleifar II
smellið hér til að bæta við athugasemd