tungl í fyllingu
bústinn og blindfullur máninn
brosandi um himininn skeiðar
geislunum glettinn varpar
um grundir, dali og heiðar.
Núna hlær hann og hæðist
að heimsins örvita skaki
þótt stundum dulur og dreyminn
hann dvelji að skýjabaki.
Hann hefur um aldur og ævi
allt frá upphafi vega
haft við heilagar tíðir
helgistund, mánaðarlega.
Já, nú er hann glaður og góður
og glottir í dimmrauðu skýi
að skaparans voldugu skikkan
hann skal vera á fylleríi.
brosandi um himininn skeiðar
geislunum glettinn varpar
um grundir, dali og heiðar.
Núna hlær hann og hæðist
að heimsins örvita skaki
þótt stundum dulur og dreyminn
hann dvelji að skýjabaki.
Hann hefur um aldur og ævi
allt frá upphafi vega
haft við heilagar tíðir
helgistund, mánaðarlega.
Já, nú er hann glaður og góður
og glottir í dimmrauðu skýi
að skaparans voldugu skikkan
hann skal vera á fylleríi.