Eigingirni
Ég elska að vera nálægt þér,
sjá hvað þú ert falleg og hrein,
Allt verður svo auðvelt
þegar þú snertir það.
Hvað ég myndi ekki gera fyrir þig,
þú þarft bara að segja það og ég kem

En ég virðist ekki gera neitt rétt,
aldei vera þar þegar þú þarft
Ekki nógu fínn eða smart
og ekki skilja nógu margt.

Fyrirgefðu að ég skuli ekki sjá hvað þú ert að hugsa,
heyrt það sem þig langar að segja.
Lesið í þögnina og samið í eyðurnar

Fyrirgefðu
 
Katrín Jónsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Katrín Jónsdóttir

Skilyrði
Eigingirni
“Sátt, fleyg og stolt.......”
"Þú ert"
“Kónguló”
“Kyrrðin”