“Sátt, fleyg og stolt.......”
Þegar ég kveð þennan heim,
mun ég gera það með einu vinki...
svo sátt ætla ég að vera.

þegar englar himinsins koma að ná í mig
mun ég teygja mig til þeirra....
svo fleyg ætla ég að vera.

þegar himnarnir opnast
og taka við mér mun ég standa bein...
svo stolt ætla ég að vera.
 
Katrín Jónsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Katrín Jónsdóttir

Skilyrði
Eigingirni
“Sátt, fleyg og stolt.......”
"Þú ert"
“Kónguló”
“Kyrrðin”