Hin mikla fegurð
Lífið
á sína miklu fegurð
við þurfum
að sjá hana og finna
því hún kemur aldrei
af sjálfu sér

það er ekki lífið
sem er flókið
við sjálf flækjum það
af svo miklum móð
og
með því
leyfum við
eigin vanlíðan að nærast
síðan að sigra

en
ef við þræðum okkur
í gegnum lífið
með auðmýkt og sól í hjarta
þá verða sigurlaunin okkar
sem er lífið sjálft
í allri sinni dýrð
 
Hermann R.Jónsson
1961 - ...


Ljóð eftir Hermann R.Jónsson

ÞÚ
Hin mikla fegurð
Má ég
Sjálfsvorkun
Ég um mig
Ég er
33.A