Draumfinningar
Það er í draumunum
sem flest okkar dreymir
allar þær langanir,
og öll sú þrá, ást, umhyggja, sorg
sem byltist um í hjörtum okkar
og vill klóra sig upp á yfirborðið,
og blómstra.
Það er falið í draumunum
það sem hin "ytri við"
eigum oft erfitt með að sætta okkur við.
Til dæmis þá staðreynd
að við óttumst.
Óttumst það sem er ekki snertanlegt
en er þó alltaf til staðar,
alltaf að gerast,
það er: endamörkin
við endann á göngu okkar.
En einnig er það í draumunum
það fegursta sem við getum vitað,
sem í daglegu máli hefur verið nefnt:
"von".
Von um að seinna meir
geti öll sú reiði og heift
sem þrífst í heiminum
fundið að það er ekki þörf
þörf fyrir það að eyðileggja
í stað þess að geta verið skapandi.
Svo að ég leggst á bakið,
loka augunum - sofna,
og læt mig dreyma.
sem flest okkar dreymir
allar þær langanir,
og öll sú þrá, ást, umhyggja, sorg
sem byltist um í hjörtum okkar
og vill klóra sig upp á yfirborðið,
og blómstra.
Það er falið í draumunum
það sem hin "ytri við"
eigum oft erfitt með að sætta okkur við.
Til dæmis þá staðreynd
að við óttumst.
Óttumst það sem er ekki snertanlegt
en er þó alltaf til staðar,
alltaf að gerast,
það er: endamörkin
við endann á göngu okkar.
En einnig er það í draumunum
það fegursta sem við getum vitað,
sem í daglegu máli hefur verið nefnt:
"von".
Von um að seinna meir
geti öll sú reiði og heift
sem þrífst í heiminum
fundið að það er ekki þörf
þörf fyrir það að eyðileggja
í stað þess að geta verið skapandi.
Svo að ég leggst á bakið,
loka augunum - sofna,
og læt mig dreyma.
--samið, sitjandi á bökkum Amazonfljótsins 11.10.´03