Vegferð á blákyrri nóttu - 2
Sérðu fjall
í fjarlægri sveit
sérðu engi og tún
hólinn minn heima
og svarrbláa sanda
Sérðu enn, eða hvað
undir blákyrru hvolfi
gullin mín í túnfæti
og smávaxna fingur
strika stafi í loftblámann
stafir, orð færð til bókar
í móbergið mjúka
eða sérðu nokkuð fjall
sérðu sporin mín
yfir blákyrra nótt
að fótskör Saltguðsins.
í fjarlægri sveit
sérðu engi og tún
hólinn minn heima
og svarrbláa sanda
Sérðu enn, eða hvað
undir blákyrru hvolfi
gullin mín í túnfæti
og smávaxna fingur
strika stafi í loftblámann
stafir, orð færð til bókar
í móbergið mjúka
eða sérðu nokkuð fjall
sérðu sporin mín
yfir blákyrra nótt
að fótskör Saltguðsins.