kraftaverka kona
Kraftaverka konu eina þekki ég
sem kann að feta lífsins stíg á eigin veg.
Hörkutól og hjartagóð er allt í senn
og hefur meira bisnessskyn en flestir menn!
Saga hennar sorgleg víst á köflum er,
samt gríðarsterka trú á æðri öflum ber.
Í langan tíma logaði sjálft heimilið
loks trúnni betri tíma á flest öll gleymdum við.
Sóknum slíkum samt ein alltaf varðist hún
með samúð bæði og kærleik gegn þeim barðist hún.
Stolt og óhrædd stóð hún alltaf föst við sitt
jafn-sterka konu hef ég aldrei fyrir hitt.
Í hennar æðum flæðir mikið flökkublóð
og franskan hennar orðin líka nokkuð góð!
Hún heimsótt hefur þegar ótal ókunn lönd
hyggur ekki nægja að liggja á sólarströnd.
Afrek hennar ekki eru öll talin hér.
eitthvað meira gleymsku í nú falið er.
Minnumst þó að mömmu okkar skuldum við
meira að segja okkar fyrsta afmælið!
Að hitta þessa konu öllum heiður er.
Frá henni ekki nokkur maður leiður fer.
Hátíðlega höldum upp á hennar dag:
hátt og snjallt við gefum henni þennan brag.
sem kann að feta lífsins stíg á eigin veg.
Hörkutól og hjartagóð er allt í senn
og hefur meira bisnessskyn en flestir menn!
Saga hennar sorgleg víst á köflum er,
samt gríðarsterka trú á æðri öflum ber.
Í langan tíma logaði sjálft heimilið
loks trúnni betri tíma á flest öll gleymdum við.
Sóknum slíkum samt ein alltaf varðist hún
með samúð bæði og kærleik gegn þeim barðist hún.
Stolt og óhrædd stóð hún alltaf föst við sitt
jafn-sterka konu hef ég aldrei fyrir hitt.
Í hennar æðum flæðir mikið flökkublóð
og franskan hennar orðin líka nokkuð góð!
Hún heimsótt hefur þegar ótal ókunn lönd
hyggur ekki nægja að liggja á sólarströnd.
Afrek hennar ekki eru öll talin hér.
eitthvað meira gleymsku í nú falið er.
Minnumst þó að mömmu okkar skuldum við
meira að segja okkar fyrsta afmælið!
Að hitta þessa konu öllum heiður er.
Frá henni ekki nokkur maður leiður fer.
Hátíðlega höldum upp á hennar dag:
hátt og snjallt við gefum henni þennan brag.
ágúst (2002) allur réttur áskilinn fimmtugum ofurhetjum.