Söngur hafsins
Í sandinum sátum við,
og sýndum hvort öðru blíðuhót.
Þar fundum við frið,
frammi fyrir hafsins öldurót.
Við horfðum á hafið bærast,
og kæta ástfangin hjörtu,
og leyfðum mánaskininu að nærast
á ástinni okkar björtu.
Söngur hafsins gleymist seint,
slíkur var hans kraftur.
Raunalega höfum við ekki reynt
að ryfja hann upp aftur.
og sýndum hvort öðru blíðuhót.
Þar fundum við frið,
frammi fyrir hafsins öldurót.
Við horfðum á hafið bærast,
og kæta ástfangin hjörtu,
og leyfðum mánaskininu að nærast
á ástinni okkar björtu.
Söngur hafsins gleymist seint,
slíkur var hans kraftur.
Raunalega höfum við ekki reynt
að ryfja hann upp aftur.