Í VOLÆÐI OG VÍTI
Stelpan með bláu augun
og brosið svo blítt.
Hún syngur og dansar
og er svo hlýtt.
Lífið er dans á rauðum rósum
hún brosir, dansar og syngur.

En stelpan með bláu augun
villtist af leið,
týndist úr gleði í sorg
og villtist um ótamda borg.

En þetta var bara saklaust gaman
en meira en hún réði við
og nú gengur hún um göturnar
gráar og kaldar.
Hún er ein.

Hún liggur í vímu í dimmu skoti,
takmarkinu er náð.
En aðeins takmarki villtra leiða
og dimmra skota.

Nóttin var köld,
lífsins blómið svo ungt
en er nú eitrað og þungt.

Meira og meira
og meira fékk hún.
Hún fékk líka nóg.

Nú liggur hún í rifnum fötum
sjúskuð og ljót.
Bláu augun sem glitruðu af gleði
eru orðin tóm af drunga og sorg.

Brosið er farið.
Blómið er fölnað.
Blómið það syngur ei meir.
Hún dó þessa köldu nótt.

 
íris Dögg Asare Helgadóttir
1977 - ...


Ljóð eftir Írisi Dögg Asare Helgadóttur

OFSAHRÆÐSLA
Í VOLÆÐI OG VÍTI
Bið
Hulin ást
Hræðsla og ógnun
Breytingar
Gleim mér ey
Rím