Draumaleit
Því fylgsni sem draumar fela sig í,
er varla lýst með orðum,
heldur tilfinningum.
Með ástinni grennslast ég fyrir um þá,
fyrir utan líka minn.
-Finn þá ekki.
Nota gleðina til að þreifa á mér,
en þeir finnast ekki í brosinu.
Með þránni brýt ég mér leið inn,
og notast við örvæntingu sem hjálpartæki,
og í lokin nota ég tárin til að brjóta mér leið innar,
en enn eru höft.
Fatta svo loks þegar depurðin brýtur sér leið,
í gegnum síðasta haftið:
Að draumar finnast aðeins í svefni.
-Þar sem þeirra er síst leitað.