Saman
Við liggjum í rúminu
saman í myrkrinu
glugginn er opinn
og úti er hljótt
við kyssum og káfum
ég bít af þér eyrað
og toga í hárið
en æi, þú tárast
farðu ekki gráta
það má ekki gráta
ég segi og síðan
ég kroppa úr þér augun
og rúlla svo augunum
niður á maga
eins og tveim litlum eggjum
sérðu mig? spyr ég
þú brosir og svarar
- ég sé ekki neitt.


Við hlæjum og síðan
þú stendur á fætur
og syngur og syngur
svo fallega syngur
ég kasta í þig augunum
tveim litlum eggjum
svo dönsum við saman
á meðan þú syngur
við dönsum og dönsum
í myrkrinu inni
en glugginn er opinn
og úti er hljótt.  
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr Ást og appelsínum


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann