Súkkulaðikakan
Þú varst öðruvísi en allir
sem ég þekkti
með syndandi augu úr sjónum
og óteljandi sauma á líkamanum.

Við bökuðum saman
súkkulaðiköku
og ímynduðum okkur
að einhver ætti afmæli
settum á hana eldrautt kerti
í miðjuna
og ég fékk að blása
og óskaði
að við myndum alltaf
vera saman.

En nú eru fjögur ár síðan þá
það er undarlegt
hvað tíminn hefur flogið áfram
þótt kvöldin séu lengi að líða.  
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr Ást og appelsínum


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann