2.
Ég bað þig um að bíta mig í hálsinn
svolítið fast
og þú gerðir það
og sagðir að ég smakkaðist vel
væri svolítið á bragðið
eins og blóðappelsína
og ég fann hvernig safinn
lak á milli brjóstanna
meðan nærbuxurnar blotnuðu
og borðdúkurinn litaðist af rauðu.  
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr Ást og appelsínum


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann