Draumurinn
Mig dreymdi einu sinni
að lítið tré
væri að vaxa
útúr miðju handarbakinu á mér
fyrst bara örlítill sproti
sem lengdist
og stækkaði
þar til hann kvíslaðist
og lítil laufblöð
tóku að spretta útúr endunum.
Ég sýndi þér það alveg hugfangin
og fann fyrir stolti
eins og tréð
væri nýfædda barnið mitt
svo lítið
og óskaplega viðkvæmt og veikburða.
En þú grettir þig og sagðir
að þetta hlyti að vera æxli
kannski illkynja
og ég yrði að láta taka það í burtu
láta skera það
brenna það
en ég sagðist ekki vilja það.
Þá tókstu fast í tréð mitt
og sagðist skyldu redda þessu
togaðir
og reifst það upp með rótum.
að lítið tré
væri að vaxa
útúr miðju handarbakinu á mér
fyrst bara örlítill sproti
sem lengdist
og stækkaði
þar til hann kvíslaðist
og lítil laufblöð
tóku að spretta útúr endunum.
Ég sýndi þér það alveg hugfangin
og fann fyrir stolti
eins og tréð
væri nýfædda barnið mitt
svo lítið
og óskaplega viðkvæmt og veikburða.
En þú grettir þig og sagðir
að þetta hlyti að vera æxli
kannski illkynja
og ég yrði að láta taka það í burtu
láta skera það
brenna það
en ég sagðist ekki vilja það.
Þá tókstu fast í tréð mitt
og sagðist skyldu redda þessu
togaðir
og reifst það upp með rótum.
Úr Ást og appelsínum