

Þú sagðist vera sjúkur af ást
eins og alltaf
horfðir á mig ögrandi
með geðveikisglotti
og sagðist mest af öllu
vilja slíta úr þér hjartað
til að sanna það
og rétta mér það
blóðugt og púlsandi
í æðislegri sjálfsmorðssælu.
eins og alltaf
horfðir á mig ögrandi
með geðveikisglotti
og sagðist mest af öllu
vilja slíta úr þér hjartað
til að sanna það
og rétta mér það
blóðugt og púlsandi
í æðislegri sjálfsmorðssælu.
Úr Ást og appelsínum