Flísasprengja
Sundurskotið höfuð
unga drengsins
lafir friðsælt

örlítið á skjön
við líkama hans

Heitur vindurinn
bærir blóðstorkið hár hans
Þar sem hann situr
enn á þríhjólinu

Heldur dauðahaldi í stýrið
Eins og hann óttist að detta  
Sölvi Fannar
1971 - ...


Ljóð eftir Sölva Fannar

Samskipti kynjanna
Þyrnar rósarinnar
Maðurinn
Tunglið
Trú
Ferðalag
Flísasprengja
Stríð
Örverur
Heilindi
Hún
Móðurjörð