Þér munu hefnast syndirnar
Hatrið býr í brjósti mér,
nartar, rífur, bítur.
Hatrið geymi handa þér,
dóminn minn þú hlýtur.

Enda skalt þú dapur, snauður.
Samviskan mun fanga þig.
Óska munt að værir dauður,
veist ei hvað kom fyrir þig.

Aldrei munu augun þín
aftur fá að særa.
Dimm munu augun mín
myrkrið þér færa.

Á gröf þinni mun ég ganga,
dansa, syngja og hoppa.
Fagna þér sem satansfanga,
aldrei mun ég stoppa.  
Dagný Náttsól
1979 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Dagnýju Náttsól

Þér munu hefnast syndirnar
Frjókorn ástarinnar
Óður til tónlistamannsins
Draumur
060606
Geðveiki
Ánauð
Samband okkar
Þunglyndi
Sér þú mig?
Sál fyrir sál