Óður til tónlistamannsins
Hversu ljúft var að hlusta á
þína fögru hljóma.
Dreyma drauma sem aldrei fá
í deginum að óma.

Hljómarnir þínir hrífa mig með
óþekkta heima að kanna.
Heima sem ég hef aldrei séð
en hljómarnir þínir sanna.

Tónarnir áfram mig teyma,
upp úr djúpinu toga.
Gullin þín viskuna geyma,
tendra gyllta loga.

Ljóðin þín lokka og tæla.
Þau leika við huga minn.
Um sál mína flæðir sæla
er heyri ég sönginn þinn.  
Dagný Náttsól
1979 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Dagnýju Náttsól

Þér munu hefnast syndirnar
Frjókorn ástarinnar
Óður til tónlistamannsins
Draumur
060606
Geðveiki
Ánauð
Samband okkar
Þunglyndi
Sér þú mig?
Sál fyrir sál