Vinur
Ég samdi til þín litla stöku,
stafarugl um þig og mig.
Vinskap vorn sem heldur mér vöku,
vers sem ort er bara um þig.
Frænkur við erum freknóttar líka,
fagrar að okkar eigin sögn.
Að djamma, djúsa og út að fríka,
en ágætt að eyða saman þögn.
Þegar ég er leið þú gerir það rétta,
lætur mér líða aftur vel.
þarft ekki að spyrja hvað er af þér að frétta,
því þú sérð í mína sálarskel.
Skiljum hvor aðra án þess að tala,
sál okkar hún slær í takt.
Höfum henst í gegnum alla skala,
Í blíðu , kulda og þegar veður er rakt.
Hef ég þér fyllilega þakkað,
fyrir hveitibrauðsdagana í denn,
vildi ég gæti til þeirra bakkað,
verið með þér en þó hér í senn.
Þú þreytir líf í öðru landi,
þrot það hefur gefið mér.
Þó ég á báðum löppum standi,
þá get ég ekki lifað hér.
Viltu vinur koma aftur,
vera hjá mér dag og nótt.
því án þín er er mér þrotinn kraftur,
þolinmæðin farinn og ekki er mér rótt.
Saman við gætum breezer sopið,
drykkjuleiki og spilað á spil.
þunnar í ísbúðina þotið,
þreyttar kúrt inni í byl.
Dagsins draumórar tóku völdin,
dimmt var yfir huga mér.
hugsa ég til þín á daginn og kvöldin,
kæri vinur kvöl er að vera ey hjá þér.
stafarugl um þig og mig.
Vinskap vorn sem heldur mér vöku,
vers sem ort er bara um þig.
Frænkur við erum freknóttar líka,
fagrar að okkar eigin sögn.
Að djamma, djúsa og út að fríka,
en ágætt að eyða saman þögn.
Þegar ég er leið þú gerir það rétta,
lætur mér líða aftur vel.
þarft ekki að spyrja hvað er af þér að frétta,
því þú sérð í mína sálarskel.
Skiljum hvor aðra án þess að tala,
sál okkar hún slær í takt.
Höfum henst í gegnum alla skala,
Í blíðu , kulda og þegar veður er rakt.
Hef ég þér fyllilega þakkað,
fyrir hveitibrauðsdagana í denn,
vildi ég gæti til þeirra bakkað,
verið með þér en þó hér í senn.
Þú þreytir líf í öðru landi,
þrot það hefur gefið mér.
Þó ég á báðum löppum standi,
þá get ég ekki lifað hér.
Viltu vinur koma aftur,
vera hjá mér dag og nótt.
því án þín er er mér þrotinn kraftur,
þolinmæðin farinn og ekki er mér rótt.
Saman við gætum breezer sopið,
drykkjuleiki og spilað á spil.
þunnar í ísbúðina þotið,
þreyttar kúrt inni í byl.
Dagsins draumórar tóku völdin,
dimmt var yfir huga mér.
hugsa ég til þín á daginn og kvöldin,
kæri vinur kvöl er að vera ey hjá þér.
Ort til þín ástin...hlakka til að sjá þig...