Dimm endalok
Dimm endalok



Myrkrið nálgast

Tilfiningin er skrýtin.

Brátt mun enginn minnast mín

Nema lítil telpa

Sem grætur.

Enginn við hugga hana,

Enginn vill minnast mín.

Ég átti mína slæmu daga

Eins og hver annar.

Hún reynir að tala við fjölskylduna,

Þau hlusta ekki

Þau bara stara á hana.

Hún varð reið og hljóp út.

Það er rigning

Enginn hleypur á eftir henni.

Hún finnur hvernig tárin blandast rigningunni.

Hún sér ljós,

Þau nálgast of fljótt.

Eins og dauðinn.

Hún opnar augun

Hún er öll út í blóði,

Augun er þung eins og steinn.

Hún veit að hún er að deyja.

Þá mun draumur hennar rætast

Um að hitta afa sinn í fyrsta sinn.
 
Agnes Klara
1989 - ...
Ef þið viljið koma með skoðanir um ljóðin endilega sendið mér þá e-mail á agnes644@hotmail.com


Ljóð eftir Agnesi Klöru

Í klóm drykkjunnar
Dimm endalok
Er þetta ást eða þörf???
Hvað hef ég gert??
Vetur nálgast
Litla Telpan
Þokan
Sálar stríð
Mamma
Pabbi
Niðurdrepandi
Fjöruborðinn
Fjörudrasl
Autumn
Dómsdagur
Endarlok
Falið Munstur