

Komdu með mér út í skóginn
leiktu með mér að mér við mig
bara ekki á mig
Svo lengi lærir sem lifir er sagt
en ég vil það ekki
vil ekki vita
þekkja
kunna
geta
heldur leika:
leika oft mikið og af öllu hjarta
svo lengi sem ég lifi
og þú
Komdu með mér út í skóginn
feldu mig finndu mig
alla
alltaf
segðu bara ekki
að það sé lærdómur að leika
leiktu með mér að mér við mig
bara ekki á mig
Svo lengi lærir sem lifir er sagt
en ég vil það ekki
vil ekki vita
þekkja
kunna
geta
heldur leika:
leika oft mikið og af öllu hjarta
svo lengi sem ég lifi
og þú
Komdu með mér út í skóginn
feldu mig finndu mig
alla
alltaf
segðu bara ekki
að það sé lærdómur að leika