Leikur
Komdu með mér út í skóginn
leiktu með mér að mér við mig
bara ekki á mig

Svo lengi lærir sem lifir er sagt
en ég vil það ekki
vil ekki vita
þekkja
kunna
geta
heldur leika:

leika oft mikið og af öllu hjarta
svo lengi sem ég lifi
og þú

Komdu með mér út í skóginn
feldu mig finndu mig
alla
alltaf

segðu bara ekki
að það sé lærdómur að leika  
Draumey Aradóttir
1960 - ...


Ljóð eftir Draumey

Leikur
Fjallganga
Lífróður
Afrek
Fylgd
Baðkar