Af skjánum
Á köldum fínkorna skjánum
breytast brosandi augun í ískalda steina
kornungir uppfullir haturs
ástar
ótta

Á köldum fínkorna skjánum
ertu hetja um sinn
og velur um handsprengjur
skotvopn
hnífa

Á köldum fínkorna skjánum
birtist ein lítil frétt
og með henni mynd
myndin af þér
sonurinn minn.
 
ENRIR
1966 - ...


Ljóð eftir ENRI

Af tilfinningalífi iðnaðarmanns
Sálfstætt foreldri
Af skjánum
Af því
Í morgun
Þusslags
Bensíndælur að Brú
Vinátta
Það vetrar
JAXL
Skoðun
Friðþæging
Ljóð um ekkert