Af því
Hvíslandi upp í stjörnubjartan himininn
meðan frostið bítur í eyrun
og myrkrið sækir að

...af hverju...

Leitandi í afkimum hugans
afkimum heimsins

Og svarið læðist að þér
þegar síst skyldi
upp við illa einangrað hitaveiturör
vakir lítil fjóla
fyrir misskilning.  
ENRIR
1966 - ...


Ljóð eftir ENRI

Af tilfinningalífi iðnaðarmanns
Sálfstætt foreldri
Af skjánum
Af því
Í morgun
Þusslags
Bensíndælur að Brú
Vinátta
Það vetrar
JAXL
Skoðun
Friðþæging
Ljóð um ekkert