Á Sprengjusandi
Drepum, drepum, dreifum þeim í sandinn,
djöflablóðið rennur út í höf.
Því á reiki\' er hryðjuverkavandinn,
veltum þeim í stóra fjöldagröf.
Drottinn leiðir dómsstólinn minn,
drepinn verður síðasti heiðinginn.

Þei, þei! Þei, þei! Þarna liggja krakkar,
þrútin öll, úr munni vætlar blóð.
Gott er það, því greyin voru rakkar,
glasabörn úr dauðadæmdri þjóð.
Hryðjuverkamenn við Ódáðahraun,
hafa kannski efnavopn á laun.

Drepum, drepum, dreifum þeim í sandinn,
dauða sendum yfir Herðubreið.
Svarta konan er að brýna brandinn,
biðjum þess að verða á hennar leið.
Skýra hugsun skal ég gefa til
að skjóta Araba við Kiðagil.  
ham
1982 - ...
Útúrsnúningur á „Á Sprengisandi“ eftir Grím Thomsen. Úr leikritinu „Þú veist hvernig þetta er“ eftir Stúdentaleikhúsið (sýnt í nóvember 2004). Hentar vel til söngs.


Ljóð eftir ham

Hæka
Þetta kvöld
Skurður
Vormorgunn (einn á ferli)
Ógnarveður
Fiðrildið
Tvær um eina (hækur)
Ákallandi tilkynning
Hugarflug (hæka)
Fjandans fjötrar
Lífið er
Bak við skjáinn
Götuvitar nátthrafna
Ófagnaðarfundur
Sjálfsvorkunnaróð ljóð
Örlítil pæling varðandi líf mitt og tilgang þess
Spjöll
Heiðarleg ást
Fornleifar
Skot úr myrkri
Draumstafaljóð
Ég vil ekki sjá
Á Sprengjusandi
Vetrardagur
Aðfangadagsmorgunn
Rauð rós
Tanka
Einlæg ósk
Skáldgyðjan mín
Minningin um fyrsta kossinn okkar