Lífið er
hefurðu einhvern tímann fengið hausverk
við vangaveltur um tilgang lífsins?

Hefur þér einhvern tímann fundist myrkur tilgangsleysis
vofa yfir eigin lífi?

Ég get ekki sagt þér
hver tilgangur lífsins er
en ég get sagt þér
hvað lífið er

Lífið er hugarástand

Þegar það er komið á hreint
verður spurningin um tilgang eða tilgangsleysi
ekki hin mikilvægasta
heldur þessi:

Stjórnar þú huganum
eða hann þér?

Ef hugurinn stjórnar
þá á hann það til að hlaupa með þig út í nóttina
og þannig verður lífið
dimmt og kalt

En stjórnir þú huganum
geturðu alltaf fengið þér göngutúr
til baka í sólríkan daginn  
ham
1982 - ...


Ljóð eftir ham

Hæka
Þetta kvöld
Skurður
Vormorgunn (einn á ferli)
Ógnarveður
Fiðrildið
Tvær um eina (hækur)
Ákallandi tilkynning
Hugarflug (hæka)
Fjandans fjötrar
Lífið er
Bak við skjáinn
Götuvitar nátthrafna
Ófagnaðarfundur
Sjálfsvorkunnaróð ljóð
Örlítil pæling varðandi líf mitt og tilgang þess
Spjöll
Heiðarleg ást
Fornleifar
Skot úr myrkri
Draumstafaljóð
Ég vil ekki sjá
Á Sprengjusandi
Vetrardagur
Aðfangadagsmorgunn
Rauð rós
Tanka
Einlæg ósk
Skáldgyðjan mín
Minningin um fyrsta kossinn okkar