Þetta kvöld
Ég man eftir þessu kvöldi
það var flipp flipp flipp flipp flippað kvöld
ég flaug þetta kvöld

Ég man að það byrjaði á því
að ég sat úti í garðinum
og var að rífast við tré
Ég var að segja við tréð
að ástæðan fyrir því að það sæi ekki neitt
væri ekki vegna þess
að það væri myrkur úti
eða vegna þess að tréð hefði engin augu
heldu vegna siðblindu þess
Tréð var ósammála mér

Ég hafði þó sigur að lokum
Ég man að ég stóð upp og hneygði mig
fyrir rigningunni sem klappaði fyrir mér
og bað um meira

Og þá
og þá og þá og þá og þá og þá
þá varð mér litið á þig
ég sá þig inn um glugga á næsta húsi
og það var þá sem ég flaug
Ég flaug að glugganum og horfði inn
ég horfði á þig
þar sem þú klæddir daginn af þér
og klæddir þig í nóttina
og ég hef ekki getað hætt að fljúga síðan þá  
ham
1982 - ...
flippað ljóð


Ljóð eftir ham

Hæka
Þetta kvöld
Skurður
Vormorgunn (einn á ferli)
Ógnarveður
Fiðrildið
Tvær um eina (hækur)
Ákallandi tilkynning
Hugarflug (hæka)
Fjandans fjötrar
Lífið er
Bak við skjáinn
Götuvitar nátthrafna
Ófagnaðarfundur
Sjálfsvorkunnaróð ljóð
Örlítil pæling varðandi líf mitt og tilgang þess
Spjöll
Heiðarleg ást
Fornleifar
Skot úr myrkri
Draumstafaljóð
Ég vil ekki sjá
Á Sprengjusandi
Vetrardagur
Aðfangadagsmorgunn
Rauð rós
Tanka
Einlæg ósk
Skáldgyðjan mín
Minningin um fyrsta kossinn okkar