Ógnarveður
Magnþrungin og drungaleg
grá eins og hatur
gnæfa skýin yfir mig
í allar áttir eins langt og augað eygir
Hóta rigningu á hverri stundu
líkt og óvinaher sem getur ráðist til atlögu
hvenær sem er
Í örvæntingu leita ég um alla skýjaþyrpinguna
að smá glætu þar sem einn lítill sólargeisli
getur sloppið í gegn
en ég finn ekkert
Svalt lognið er stillt en rafmagnað

Er stormurinn væntanlegur?
 
ham
1982 - ...


Ljóð eftir ham

Hæka
Þetta kvöld
Skurður
Vormorgunn (einn á ferli)
Ógnarveður
Fiðrildið
Tvær um eina (hækur)
Ákallandi tilkynning
Hugarflug (hæka)
Fjandans fjötrar
Lífið er
Bak við skjáinn
Götuvitar nátthrafna
Ófagnaðarfundur
Sjálfsvorkunnaróð ljóð
Örlítil pæling varðandi líf mitt og tilgang þess
Spjöll
Heiðarleg ást
Fornleifar
Skot úr myrkri
Draumstafaljóð
Ég vil ekki sjá
Á Sprengjusandi
Vetrardagur
Aðfangadagsmorgunn
Rauð rós
Tanka
Einlæg ósk
Skáldgyðjan mín
Minningin um fyrsta kossinn okkar