Örvæntingarfull kona með flugbeittan hníf í hendi
Fletti\' í gegnum flökin,
fingra kann ég tökin.
Skoða alla skugga,
sker í burtu ugga.
Ansi orðnar leiðar
orma-djöfuls-veiðar.
Verð þó til að vanda
vegferð minna handa.
(Veröld mín í voða
vil ei endurskoða.)
Strita ég og strita
stolt í mínum svita.
Núll á bónusblaði
bældur er minn hraði.  
Ásta Svavars
1970 - ...


Ljóð eftir Ástu Svavars

Hamingjan
Á stoppistöð
Úti á reginhafi
Kassinn
Litur ástarinnar
Sorgarrendur
Örvæntingarfull kona með flugbeittan hníf í hendi
Fiskiðjan \'93
Bergmál
Um nótt
Idíóskur andskoti
Skyndilega
Að morgni
Draugagangur í sálinni
Tilfinningagrafreitur
Einar ódrepandi
Til þín
Björg
Einherjinn