Huldu dans
Huldu dans

Ég horfi út um gluggann
Í rökkrinu sé ég þær dansa
Hring eftir hring

Þær svífa svo léttar um
Snerta vart jörðina
Hring eftir hring

Síðasti dansinn
Svo hverfum við á braut
Hring eftir hring

Fallega heiðin
Holtagrjótið og móinn
Hring eftir hring

Mennirnir eru kaldir
Skilja ekki jörðina
Hring eftir hring

Rífið upp sálina
Náttúrunni blæðir
Hring eftir hring

Steyptar stéttir
Hvað situr eftir
Hringurinn stöðvaður
 
Lulla
1970 - ...


Ljóð eftir Lullu

Martröð barns
Móðir jörð
Í 100 ár
Huldu dans
Jólanótt
Björg
Fiskur á þurru landi
Vaknað upp úr djúpum dvala
Jóla-andinn
Skessa á hamri