Jólanótt
Jólanótt

Hverjir eru komnir
Fullt af fólki
Hlátur, glens og gaman

Trítla fram
Skil ekkert í þessu
Hverjir eru þetta

Glaðlegt fólk
Prúðbúin
Horfa á mig, brosa.

Huldufólk erum við
Ferðumst í nótt
Kemur þú með

Gleðin togar
Erfitt er að hugsa
Gott er boðið

Hvað heldur mér fastri
Börnin
Afþakka boðið

Takk fyrir okkur
Fallega var hugsað
Um hulin heim
















 
Lulla
1970 - ...


Ljóð eftir Lullu

Martröð barns
Móðir jörð
Í 100 ár
Huldu dans
Jólanótt
Björg
Fiskur á þurru landi
Vaknað upp úr djúpum dvala
Jóla-andinn
Skessa á hamri