Daginn eftir.
„Það er gott að vera einn”
það sagði maðurinn við mig.
„Það er gott að geta gert það sem þú vilt”
sagði sami maður.
Á morgun verð ég einn.
Ekki í fyrsta skipti.
Ekki í annað.
Nei, ég er einn á hverjum degi.
Daginn eftir.
Verður vonandi einhver kominn til þess að hafa hemil á mér.
Og því sem mig langar að gera.
Sami maður sagði að ást væri ofmetinn.
Ég sagði að það skipti ekki máli.
Hann brosti og sagði mér að ég væri ástfanginn.
Ég sagði að það skipti ekki máli.
En kannski á morgun.
 
heimirbjéjoð
1984 - ...


Ljóð eftir heimibjéjoð

Kannski á morgun.
Mitt á milli.
Þangað til næst.
Endurhæfing/vinnsla.
Glóðin.
Daginn eftir.
Í dyragættinni.
Hugsanlegt.
Íslenskur Íslendingur.
Gamla gufan
Guðleysis hark
Fyrir þann sem leitar hans