Gamla gufan
Ég veltist um í hringiðu sem lemur mér utan í kant öðru hverju.
Nógu reglulega til þess ég jafni mig sjaldnast.
Tvisar er nóg til þess að þekkja sársaukann.
Einu sinni er samt alveg nóg til þess að forðast hann.

Sá sem leikur sér með eld getur verið viss um að leikurinn endi í hámarki.
Sá sem leikur sér með ís þarf þess ekki.

Tilfinningar eru annað hvort.
Eldur bræðir ís.
Ís slekkur eld.
Rauninn er að fæstir finna jafnvægið.
Ég er ekki í jafnvægi.

Í dag er dagurinn sem átti að vera fyrir löngu.
Ég hélt að hann væri liðinn.

Þegar ég var lítill fann ég oft fyrir eldinum.
Það var þægilegt. Það er þægilegt.
Í dag segja allir að ísinn sem skynsamlegri.
Sem hann er. Að flestu leiti.
Nema hvað er óþægilegt að finna þegar hjartað hægir á sér.
Æðarnar þrengjast og móðan fer að vera greinilegri.
Móðan nefnilega er nefnilega alltaf til staðar.
Hún er afleiðing kaldrar hugsunar og tilfinningahita.
Hún verður greinilegri eftir því sem að persónan er kaldari og tilfinningin heitari.
Á tímabilum sér maður ekkert fyrir móðu.
Það heitir að vera skynsamur.
Það er bara of óþægilegt að sjá ekki út.
Þó svo að skynsemin segi manni að fljótlega sjái maður út.
Eftir að hitinn lækkar og gufan hættir að myndast.

Hins vegar er mjög óþægilegt að vera kalt. Þó svo að móðan fari.
Snjókallar eru skynsamir menn en einmanna.
 
heimirbjéjoð
1984 - ...


Ljóð eftir heimibjéjoð

Kannski á morgun.
Mitt á milli.
Þangað til næst.
Endurhæfing/vinnsla.
Glóðin.
Daginn eftir.
Í dyragættinni.
Hugsanlegt.
Íslenskur Íslendingur.
Gamla gufan
Guðleysis hark
Fyrir þann sem leitar hans