Í dyragættinni.
Ég held að minn endir sé hér rétt hjá
jafnvel í garðinum hjá mér
hann gæti verið eitthvað sem mér fannst sjá
gæti hann hafa komið inn með þér?

Ég held þú þekkir mig mjög lítið
held samt að þú vitir allt
finnst eins og það sé ekkert skrýtið
hvað helvíti er kalt.

Ég horfi beint til þín og held
aðrir halda og horfa niður hólk
Sumir segja að helvíti sé fullt af eld
einhver sagði að það væri annað fólk.

Í dyragættinni stendur gesturinn
hélt samt ég hefði lokað hurðinni
gjörðu svo vel þá og komdu inn
svo illt komi ekki inn með golunni.  
heimirbjéjoð
1984 - ...


Ljóð eftir heimibjéjoð

Kannski á morgun.
Mitt á milli.
Þangað til næst.
Endurhæfing/vinnsla.
Glóðin.
Daginn eftir.
Í dyragættinni.
Hugsanlegt.
Íslenskur Íslendingur.
Gamla gufan
Guðleysis hark
Fyrir þann sem leitar hans