Farg
Hvað er fargið?
Hvar er fargið?

Fargið er sannleikurinn.
Fargið er á brjósti mínu.

Fargið er þungt.
Mig langar að læra sannleikann.
Sannleikann um hana.
Hún sem var ljósið.
Ljósið í myrkrinu.
En sannleikurinn er ennþá falinn.
Sannleikurinn er ennþá lygi.
Er fargið þá lygi?
Ég veit það ekki.
Kannski veit hún það.

Hún var eitt sinn ástin mín.
Áður en Fargið kom til sögunnar.
Þá var mér aldrei kalt.
Hún yljaði mér í myrkrinu.

Síðan lagðist fargið á mig.
Fargið nauðgaði mér í myrkrinu.
Núna er ég umvafin nóttinni.


Ekki fara.  
Fanney
1989 - ...


Ljóð eftir Fanney

Undur
Farg
Óðfluga
Einsemd
Tilfinningasjúkleiki
Heimsendir?
Hugsanir um heimspeki
Dónablóm
Tilfinning af óþekktum uppruna
Nirfill að eilífu