Tilfinning af óþekktum uppruna
Gleðin streymir um allan líkamann
lekur fyrst niður frá hársverðinum
niður í augun
beygir við nefið
nítján millilítrar af gleði brjóta sér leið inn í munninn
afgangurinn rennur áfram niður hálsinn
niður bringuna
niður magann
stöðvast við mjaðmirnar.

Gleðin rennur ekki lengra í þetta skiptið, hann missti fæturna í slysi.
Gleðin lekur niður af líkamanum og í niðurfallið.

Eina gleðin sem hann mun finna héðan í frá er þeir nítján millilítrar sem hann geymir í munninum.  
Fanney
1989 - ...
Farið varlega.


Ljóð eftir Fanney

Undur
Farg
Óðfluga
Einsemd
Tilfinningasjúkleiki
Heimsendir?
Hugsanir um heimspeki
Dónablóm
Tilfinning af óþekktum uppruna
Nirfill að eilífu