Einsemd
Ég sit ein í rökkrinu
óttast að fólk komi of nálægt.

Ég vil ekki kynnast öðru fólki
því það mun engin jafnast á við þig.

Skilnaðarorðin þín glymja í eyrum mínum
og skera í gegn um merg og bein, líkt og neglur að klóra niður krítartöflu.

Ég trúi ekki að þú hafir yfirgefið mig.
Ég hélt að þú værir sú eina fyrir mig.
Ég hélt að ég væri sú eina fyrir þig.

Söknuðurinn hrópar og reynir að yfirgnæfa bergmál einmanaleikans.

Ástin er öðruvísi en ég hélt.
Ástin er sársaukafull.


 
Fanney
1989 - ...


Ljóð eftir Fanney

Undur
Farg
Óðfluga
Einsemd
Tilfinningasjúkleiki
Heimsendir?
Hugsanir um heimspeki
Dónablóm
Tilfinning af óþekktum uppruna
Nirfill að eilífu