Dónablóm
Dónablómið ógnþrungna
sendir mér stingandi augnaráð
með græðgi í svipnum
og langar að borða mig

Það hættir ekki að horfa
mér finnst eins og
það sé að horfa í gegnum mig
en samt beint á mig

Alltaf þessi helvítis dónablóm
hafa gert margan óskunda
í gegnum tíðina
og valdið miklum andlegum og líkamlegum sársauka

Þess vegna skal ég
stíga ofan á það
og kremja það til bana!  
Fanney
1989 - ...
Þetta ljóð samdi ég eftir að hafa orðið fyrir áreitni plöntu af villiblómakyni.


Ljóð eftir Fanney

Undur
Farg
Óðfluga
Einsemd
Tilfinningasjúkleiki
Heimsendir?
Hugsanir um heimspeki
Dónablóm
Tilfinning af óþekktum uppruna
Nirfill að eilífu