Óðfluga
Á veggnum er óðfluga
sem situr og hlustar á samræður hinna háttsettu
sem fluga á vegg.

Óðflugan flýgur um
og skrifar langan ástaróð um aðra óðflugu
sem er græn að lit.

Í ástaróðnum er ýmislegt
og þar er að finna margar játningar en engan ósóma,
ósómi er fyrir neðan virðingu óðflugna.

Heimsendir nálgast óðfluga
og óðflugurnar munu brátt missa kraft sinn
vegna alls hatursins í heiminum.

Við álfarnir ættum einnig
að gerast óðflugur og njóta lífsins í ástinni
og skrifa ástaróði um óðflugur.

Allur heimurinn ætti að vera grænn.
 
Fanney
1989 - ...
Stundum langar mann til að gera eitthvað... óðfluga.


Ljóð eftir Fanney

Undur
Farg
Óðfluga
Einsemd
Tilfinningasjúkleiki
Heimsendir?
Hugsanir um heimspeki
Dónablóm
Tilfinning af óþekktum uppruna
Nirfill að eilífu