Einar ódrepandi
(sungið við Krummi svaf í klettagjá.)
Þótt ég gjarni vilji vel
velkominn er ekki\' í hel.
:Geng á vondum vegi.:
Rembist eins og rjúpan við
reykja mig í grafarfrið.
:Langt frá dánardegi.:
Kolsvart þá ég kaffi drekk
kannski nú á hjarta slekk.
:Hamast mest það megi.:
Æði þá í alkahól
andlit vísar móti sól.
:Minni frá mér fleygi.:
Vakna upp á vondum stað
vil ei meira tala\' um það.
:Sit ég þá og þegi.:
Best er kannski\' að koma sér
í kunningsskap við stórdíler.
:Sjaldan frá því segi.:
Þótt ég gjarni vilji vel
velkominn er ekki\' í hel.
:Geng á vondum vegi.:
Rembist eins og rjúpan við
reykja mig í grafarfrið.
:Langt frá dánardegi.:
Kolsvart þá ég kaffi drekk
kannski nú á hjarta slekk.
:Hamast mest það megi.:
Æði þá í alkahól
andlit vísar móti sól.
:Minni frá mér fleygi.:
Vakna upp á vondum stað
vil ei meira tala\' um það.
:Sit ég þá og þegi.:
Best er kannski\' að koma sér
í kunningsskap við stórdíler.
:Sjaldan frá því segi.: