

götuljósin slokkna
eitt kerti í glugga
stjörnur birtast á himni
sem kveikt væri á þeim
fleiri kerti loga
einmanna bifreið ekur framhjá
og lýsir upp götuna
eitt augnablik
ilmur af arineldi
leggur um vitin
stjörnuhrap
ósk
norðurljósin sindra á himninum
karlsvaginn lýsir
pólstjarnan hulin skýjum
tunglið dansar hálft
köld nóttin umlykur bæinn
dauf birta af götuljósunum
stjörnurnar hverfa aftur
eitt kerti í glugga
stjörnur birtast á himni
sem kveikt væri á þeim
fleiri kerti loga
einmanna bifreið ekur framhjá
og lýsir upp götuna
eitt augnablik
ilmur af arineldi
leggur um vitin
stjörnuhrap
ósk
norðurljósin sindra á himninum
karlsvaginn lýsir
pólstjarnan hulin skýjum
tunglið dansar hálft
köld nóttin umlykur bæinn
dauf birta af götuljósunum
stjörnurnar hverfa aftur