Stemmning (IV) — Jarðarför
flaggað
í hálfa stöng
kirkjuklukkur
fólkið gengur hægar
tregafullt
hvíslast
tónlist berst
frá orgeli
þögn
kista á gólfi
miðju
fáninn
blómin
prestur talar
fólk grætur
svartur bíll
bíður
– amen –
kistan borin
fólk eltir
bílar ræstir
elta
opin gröf
köld
bíður
kistan sígur
signd
mold
kransar
– amen –
lífinu lokið
hér á jörð  
Ólafur Skorrdal
1970 - ...


Ljóð eftir Ólaf Skorrdal

Spor
Lífið
Stemmning (I) — Rafmagnsleysi
Stemmning (II) — Morgun
Stemmning (III) — Löndun
Stemmning (IV) — Jarðarför
Stemmning (IX) — Regnið
Rót vorsins
Um þig - til þín