Stemmning (IX) — Regnið
á þakinu
bylur
regnið
blautt
kalt
hreint
skolar burt
skítnum
undan snjónum
vindurinn gnauðar
kaldur
votur
fólk berst um
bíður eftir sumrinu
sem lætur enn ekki sjá sig
kemur einn daginn
vonandi
þegar því hentar
á meðan
dynur regnið
enn
á þakinu
ég ligg
og hlusta
á róandi
tónlist
regnsins  
Ólafur Skorrdal
1970 - ...


Ljóð eftir Ólaf Skorrdal

Spor
Lífið
Stemmning (I) — Rafmagnsleysi
Stemmning (II) — Morgun
Stemmning (III) — Löndun
Stemmning (IV) — Jarðarför
Stemmning (IX) — Regnið
Rót vorsins
Um þig - til þín