Rót vorsins
Vor kom í hjarta mér
andinn lyftist upp til skýja
Þjáning huga þíns
kvöl sálar þinnar
voru sem hret í vori sálarinnar

Ást mín á ný kviknaði
sólin braust úr skýjum vetrar
Bros færðist yfir andlit þitt
hjartað tók örar að slá
Hreti lokið - vor á ný

Milli orðanna er sannleikur
allt ósagt sem máli skiptir
Snerting þín óræð
augu þín sögu segja
Hjarta mitt slær til þín

Hindrun á vegi sála
blóm sem ekki má slíta
Sárt á að horfa
sárar að bíða
Sál mín bundin og ber  
Ólafur Skorrdal
1970 - ...


Ljóð eftir Ólaf Skorrdal

Spor
Lífið
Stemmning (I) — Rafmagnsleysi
Stemmning (II) — Morgun
Stemmning (III) — Löndun
Stemmning (IV) — Jarðarför
Stemmning (IX) — Regnið
Rót vorsins
Um þig - til þín