Stemmning (I) — Rafmagnsleysi
götuljósin slokkna
eitt kerti í glugga
stjörnur birtast á himni
sem kveikt væri á þeim
fleiri kerti loga
einmanna bifreið ekur framhjá
og lýsir upp götuna
eitt augnablik
ilmur af arineldi
leggur um vitin
stjörnuhrap
ósk
norðurljósin sindra á himninum
karlsvaginn lýsir
pólstjarnan hulin skýjum
tunglið dansar hálft
köld nóttin umlykur bæinn
dauf birta af götuljósunum
stjörnurnar hverfa aftur  
Ólafur Skorrdal
1970 - ...


Ljóð eftir Ólaf Skorrdal

Spor
Lífið
Stemmning (I) — Rafmagnsleysi
Stemmning (II) — Morgun
Stemmning (III) — Löndun
Stemmning (IV) — Jarðarför
Stemmning (IX) — Regnið
Rót vorsins
Um þig - til þín