Hvað þá?
Ég bíð samþykkis
ókunnugs manns.
Mat á andanum,
ljóðinu, mér.

Verð ég samþykktur?
Sennilega.
Er það staðfesting
andlegrar festu minnar?

Staðfesting þess
að ég sé ekki
dónalegur?

Verði ég samþykktur,
veit ekki neitt.
Ef til vill
andríkur eða bara
kurteis.
 
Sopi
1952 - ...


Ljóð eftir Sopa

Dagur að morgni
Einkamál
Var
Vinna
Kastljós
belgur2004
Uppgjör
Hvað þá?
Jólin 04
Draumur
Senn koma jólin
Fárveikur
Eign
Aftur
Sjötugur
Fánýti