Kastljós
Áskrifandi,
hagar sér sem slíkur,
alltaf flissandi,
telur okkur trú um
að viðmælendur hafi
gleðina að leiðarljósi.

Eins og að það væri
endir og upphaf alls.

Telur sig vera
áskrifanda að gleðinni.
Allir halda að hann
eigi að vera það.

Ef við bara vissum
hversu ömurlegt er
að vera álitinn gleðigjafi
en vera það ekki,
nema stundum.  
Sopi
1952 - ...


Ljóð eftir Sopa

Dagur að morgni
Einkamál
Var
Vinna
Kastljós
belgur2004
Uppgjör
Hvað þá?
Jólin 04
Draumur
Senn koma jólin
Fárveikur
Eign
Aftur