Frá morgni til kvölds
Í morgun var ég lítið barn
og átti ég vin.
Þessi vinur var lífið sjáflt
og sú lífsgleði sem í mér bjó
var þessum vini að þakka
sem lék við mig
og allt var svo einfalt.

Svo óx ég upp
og lífið sveik mig.
Það var enginn leikur meir
heldur brostin hjörtu,
stress og sorg.
Þeir sem voru mér hvað kærastir
hurfu frá mér
á einn eða annan hátt
og ég varð ein eftir með lífinu
sem var orðið minn versti óvinur.

Nú kvöldar að
og ég brosi að lífinu
eins og tveir gamlir óvinir
sem er farið að þykja
örlítið vænt hvor um annan.
Ég man alla góðu tímana
sem ég tók ekki eftir
þegar ég átti þá
og sé núna
að lífið var mér gott.

Núna bíð ég eftir nóttinni
og nýjum vini
sem kemur og fylgir mér brott.
Ég skil þó eftir kveðjugjöf
handa gömlum vini.
Mitt eigið blóð
sem hleypur um
og þykist hata lífið.  
Silla
1985 - ...


Ljóð eftir Sillu

Fenrisljóð
Tár rósarinnar
Bið
Frostrós
Svanasöngur
Sjálfið
Frá morgni til kvölds
Farin